Önnur málefni

Grunnþjónustan verður að virka


Borgin á að auðvelda borgarbúum daglega lífið, ekki síst með grunnþjónustu. Bætum skilvirkni í sorphirðu, viðhald gangstétta og áreiðanleika snjómoksturs. 

Eflum félagslega heilsu barna og ungmenna


Við þurfum að styðja enn betur við ungmennin okkar til að efla andlega- og félagslega heilsu. Eflum þjónustu- og félagsmiðstöðvar og tómstundastarf og tryggjum að það sé aðgengilegt öllum börnum. Skipulagt félagsstarf er ekki bara mikilvægt jöfnunartæki heldur líka besta forvörnin fyrir ungmenni. Þá hefur aldrei verið mikilvægara að ungmenni fái tækifæri til að hittast og styrkjast félagslega, þegar samskipti þeirra eru að miklu leyti í gegnum skjái. Ég tel að borgin eigi að taka stór skref í þágu ungmenna - ekki síst með símabanni í grunnskólum.

Eflum almennings-samgöngur

Bætum þjónustu við aldraða


Stöndum vörð um fjölbreytt búsetu- og þjónustuform fyrir aldraða. Fjölgum félagsráðgjöfum í þjónustu við aldraða og eflum aðgengi að mati á þjónustuþörf.


Leggjum kapp á að Borgarlína rísi og tryggjum að uppbygging hennar fylgi fjárhags- og tímaáætlunum. Eflum Strætó með því að fjölga leiðum, bæta áreiðanleika og fjölga næturferðum. Gerum Strætó gjaldfrjálsan fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára.

Inngildum börn af erlendum uppruna


Tryggjum fagleg móttökuúrræði fyrir börn af erlendum uppruna inni í skólum með inngildingu að leiðarljósi. Eflum þar faglega og markvissa íslenskukennslu fyrir börn af erlendum uppruna. Tryggjum jafnframt að inngilding skólanna sé alhliða og taki á þeim þáttum sem geta hindrað aðlögun.